Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   sun 04. maí 2014 09:00
Magnús Már Einarsson
Gummi Steinars spáir í leiki fyrstu umferðar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Jón Örvar Arason
Guðmundur spáir því að Eiður Aron skori í dag.
Guðmundur spáir því að Eiður Aron skori í dag.
Mynd: Eyjafréttir - Júlíus Ingason
Veigar verður í stuði samkvæmt spá Gumma.
Veigar verður í stuði samkvæmt spá Gumma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deildinni í dag en fimm leikir eru á dagskrá.

Guðmundur Steinarsson verður sérfræðingur um Pepsi-deildina í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardögum í sumar líkt og í fyrra.

Guðmundur er búinn að spá í leiki fyrstu umferðar en hér að neðan má sjá spá hans.

Keflavík 2 - 1 Þór (16:00 í dag)
Mér finnst líklegt að það verði Keflvíkingum kappsmál að gera heimavöllinn gæfusamann í ár. Hann hefur ekki reynst þeim nægilega vel frá því hann var tekinn í notkun. Hef trú á að það verði breyting á því í ár og þessi leikur verði sá fyrsti sem kemur þeim á bragðið, þeir taka þennan leik. Fjarvera Chuck hefur of mikil áhrif á Þór, þó að hann sé nýkominn til móts við liðið þá er hann of stór þáttur í liðinu til að þeir megi við því að vera án hans. Jói og Höddi sigla þessu heim fyrir þá svörtu eins og þeir munu líta út í ár.

Fram 1 -1 ÍBV (16:00 í dag)
Þessi leikur er frekar forvitnilegur. 2 glænýjir þjálfarar ef svo mætti segja að mætast. Framarar afskrifuðu stærstan hluta af hópnum og endurmönnuðu hann með nýjum leikmönnum sem eru hungraðir í að sanna sig í efstu deild. Það má samt ekki gleymast að inná milli hjá þeim eru miklir reynsluboltar og svo eru þeir með öflugann mann á milli stanganna. Eyjamenn eru og verða alltaf erfiðir viðureignar. Margir leikmenn hjá þeim sem skila alltaf sínu í hverjum leik. Verður hörkuleikur þar sem bæði mörkin koma eftir föst leikatriði. Þannig að ég segi að Eiður Aron potti einu fyrir Eyjamenn og Jói Kalli setur eitt úr aukaspyrnu. Þetta verður ný-þjálfara-jafntefli.

Stjarnan 4 - 0 Fylkir (19:15 í dag)
Veigar Páll er mættur til leiks, hann setur þrennu og leggur upp eitt. Fylkismenn er ekki með sóknarmann eða svo segja þeir. Þannig að það verður notalegt hjá Stjörnumönnum í vörninni þetta skiptið. Held að Stjörnumenn séu bara meira tilbúnir ef svo má segja fyrir sumarið en Fylkir.

Fjölnir 3 - 2 Víkingur R. (19:15 í dag)
Nýliðaslagur, grunar að bæði lið hefðu frekar viljað eitthvert annað lið í fyrsta leik. En því verður ekki breytt. Mig grunar að Fjölnismenn verði það lið sem komi hvað mest á óvart í sumar. En Víkingar gætu samt stolið þessum, þar sem í þessum fyrstu leikjum er það oft það lið sem berst og hleypur meira það tekur stigin með sér og það er eitthvað sem að Óli Þórðar fær öll sín lið til að gera. Ætla samt að tippa á Fjölnir í þessum leik.

KR 2 - 2 Valur (20:00 í dag)
KR ætti samkvæmt öllu að taka þetta, en þeir hafa ekki góða reynslu af því að flytja deildarleiki í Laugardalinn og það gæti farið með þá í þessum leik. Valsmönnum líður aftur á móti vel í dalnum og tóku titilinn þar síðast þegar þeir voru með Laugardalsvöll sem heimavöll. Held að þetta verði bráðskemmtilegur leikur, fullt af flottum leikmönnum í báðum liðum.

FH 2 - 1 Breiðablik (19:15 á morgun)
Þetta verður endutekning frá úrslitum Lengjubikarins, það er að segja niðurstaðan ekki lokatölurnar. FH eru vel skipulagðir og þar eru allir með sín hlutverk á hreinu. Hafa fengið Guðjón Árna og Hólmar tilbaka úr meiðslum sem hrjáðu þá í fyrra og það skiptir þá miklu máli. Þeir hafa marga möguleika frammá við og eru bara mjög ógnvekjandi.
Blikar eru reyndar ekkert síðri, nema hvað að þar eru hlutirnir ekki alveg komnir í sömu rútínu og hjá FH og það er það sem mun skilja liðin að.
Athugasemdir
banner
banner
banner