Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 20. maí 2014 13:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 4. umferð: Kalla mig ekki pissudúkku ef þau sjá ökklann
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl Finsen fagnar marki á Akureyri.
Ólafur Karl Finsen fagnar marki á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafur Karl vill fá knattspyrnuhús í Garðabæ.
Ólafur Karl vill fá knattspyrnuhús í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Ég bjóst ekki við þessu eftir leikinn. Ef að það var enginn betri þá er þetta ágætt," sagði Ólafur Karl Finsen leikmaður Stjörnunnar við Fótbolta.net þegar hann fékk að heyra að hann er leikmaður 4. umferðar í Pepsi-deildinni.

Ólafur Karl og danski framherjinn Jeppe Hansen náðu að valda usla í vörn Þórs í leiknum. ,,Við tengjum ágætlega saman. Hann er seigur og áræðinn," segir Ólafur Karl um Jeppe.

Ólafur Karl fékk að líta gula spjaldið í leiknum fyrir leikaraskap en hann segist ekki hafa verið að óska eftir vítaspyrnu.

,,Þetta leit illa út. Ég spila með tilfinningum. Það var ekki hugsunin hjá mér að fá víti. Hreyfingin sem ég var að vinna með er erfið og ég missi jafnvægið. Mér var illt í löppinni og vildi ekki að hann myndi sparka í mig."

Væri fínt að hafa Keane og Jones á kantinum
Ólafur Karl meiddist á ökkla í leiknum gegn Víkingi í síðustu viku og var tæpur fyrir leikinn gegn Þór. Hann ákvað að spila þrátt fyrir ökklameiðslin. Eftir leikaraskapinn var Ólafur Karl valinn ,,pissudúkka umferðarinnar" í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 97,7 en hann segist ekki taka því illa.

,,Mér er alveg sama, þetta er bara fótbolti. Ef fólk sér á mér ökklann þá held ég að það muni ekki kalla mig pissudúkku. Ég spilaði með tvöfaldan ökkla í leiknum."

,,Fólk ætti kannski að horfa á bardagaíþróttir ef það er í keppni um að koma með svona útnefningar. Þetta er fótbolti og hann snýst um að skora mörk. Það væri samt alveg fínt að hafa Roy Keane eða Vinnie Jones þarna á kantinum."


Vill knattspyrnuhús í Garðabæ
Ólafur Karl er í framboði fyrir sveitastjórnarkosningar í Garðabæ en hann situr í 9. sæti á lista ,,Fólksins í bænum".

,,Það var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi vera með. Ég ákvað að slá til. Mér finnst þetta vera leið til að vaxa. Annað hvort er maður að vaxa eða dvína og ég ákvað að vaxa frekar en að dvína," sagði Ólafur Karl um framboðið.

Ólafur Karl segist ekki hafa fylgst mikið með bæjarpólitíkinni í Garðabæ undanfarin ár en hann ætlar að berjast fyrir því að fá knattspyrnuhús í bæjarfélagið.

,,Það er kominn tími á þetta. Kópavogur og fleiri bæjarfélög eru með knattspyrnuhús en ekki G-town," sagði Ólafur Karl.

Sjá einnig:
Bestur í 3. umferð - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Bestur í 2. umferð - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner