Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fim 22. maí 2014 11:00
Alexander Freyr Tamimi
Róbert Aron Hostert spáir í leiki 5. umferðar
Róbert Aron fagnar Íslandsmeistaratitlinum fyrir viku.
Róbert Aron fagnar Íslandsmeistaratitlinum fyrir viku.
Mynd: Eva Björk Ægisdóttir
Róbert spáir fyrsta sigri Eyjamanna í kvöld.
Róbert spáir fyrsta sigri Eyjamanna í kvöld.
Mynd: Reynir Páls
KR býður Fjölnismenn velkomna í efstu deild.
KR býður Fjölnismenn velkomna í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
5. umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í kvöld í heild sinni, en fyrsti leikur hefst klukkan 18:00 þegar ÍBV fær Víking í heimsókn.

Róbert Aron Hostert er spámaður Fótbolta.net í 5. umferðinni. Róbert Aron varð á dögunum Íslandsmeistari í handbolta með liði ÍBV.

Á lokahófi HSÍ um síðustu helgi var hann svo valinn besti leikmaður tímabilsins, en hann var að vinna sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð eftir að hafa orðið meistari með Fram í fyrra.

Róbert hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Mors-Thy og mun spila þar á næsta tímabili, en hér að neðan má sjá spána hans.

ÍBV 2 – 0 Víkingur R (18:00)
Ég ætla að henda 2-0 sigri á Eyjahjartað. Gaui Carragher kemur loksins inní liðið, enda óskiljanlegt að „golden goose“ sé ekki búinn að vera starter í sumar og síðustu ár bara. Ég segi að king Eiður Aron setji eitt með skalla og Gunni Hlyns/ Þorsteins á miðjunni setji annað.. Fyrsti sigur Eyjamanna kominn í höfn. Hvet Hvíta Riddarann að mæta á svæðið! Lykill að góðum árangri.

Þór 2 – 1 Fylkir (19:15)
Ég ætla að halda áfram með heimavallasigurinn. Þeir munu negla þetta í kvöld! Hafa tapað fjórum leikjum í röð og eru staðráðnir að sanna sig í þessari deild. Svenni Tropical er kominn úr banni, hann setur væntanlega eitt og Hlynur Atli Magnússon setur einn screamer í seinni. Fylkir fær svo eitt sárabótarmark í uppbótartíma.

Fjölnir 0 - 3 KR (19:15)
KR-ingar munu bjóða Fjölnismenn velkomna í deild hinna bestu. KR-ingar eru búnir að spila undir getu meðan Fjölnismenn eru búnir að spila yfir getu. Blaðran hlýtur einhverntíman að springa. Spái því að það gerist á í kvöld. Því miður.

Stjarnan 2 - 2 Valur (19:15)
Þetta verður mjög skemmtilegur leikur og alveg skandall að hann verði ekki sýndur í beinni. Markaleikur og teppið mun hafa áhrif á einhver mörkin. Stinni " Graðnaglinn" setur eitt og Halldór Hermann ætlar að opna markareikninginn hjá Val með einum baráttu skalla. Veigar Páll og Ólafur Karl Finsen setja svo sitthvort markið.

Fram 2 - 1 Breiðablik (19:15)
Þá er komið að mínum mönnum í Fram. Hef fulla trú á að þeir muni koma kolgeðveikir til leiks eftir skituna á Vodafone-velli. King Guðmundur Magnússon fær loksins að spreyta sig og svarar því með einu marki. Jóhannes Karl skorar svo annað úr víti sem Gummi fiskar. Elfar Árni skorar svo eitt flott!

Keflavík 1-1 FH (20:00)
Set Klassískt X á þetta. Mikill baráttuleikur og ekkert gefið eftir. Hef bara ekkert meira um það að segja.

Sjá einnig:
Áslaug Arna spáir í 4. umferð (5 réttir)
Felix Bergsson spáir í 2. umferð (3 réttir)
Gummi Steinars spáir í 1. umferð (4 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner