Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. júní 2014 16:30
Alexander Freyr Tamimi
Bestur í 7. umferð: Styrkti mig rosalega að fara til Senegal
Pape Mamadou Faye (Víkingur)
,,Það er alltaf gaman að skora, en lykillinn í þessu er liðsheildin og hvað menn voru að reyna að hjálpa hvor öðrum í þessum leik. Allir voru að ná saman og talandinn var mjög góður, og allir voru að berjast.
,,Það er alltaf gaman að skora, en lykillinn í þessu er liðsheildin og hvað menn voru að reyna að hjálpa hvor öðrum í þessum leik. Allir voru að ná saman og talandinn var mjög góður, og allir voru að berjast."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það getur verið erfitt að lenda í svona meiðslum, en á sama tíma getur maður lært mjög mikið af þessu. Þessi meiðsli kenndu mér gríðarlega mikið og það tek ég úr þessu, en nú er það bara að baki og nú er deildin bara í fullum gangi og ég er kominn í ágætis stand.
„Það getur verið erfitt að lenda í svona meiðslum, en á sama tíma getur maður lært mjög mikið af þessu. Þessi meiðsli kenndu mér gríðarlega mikið og það tek ég úr þessu, en nú er það bara að baki og nú er deildin bara í fullum gangi og ég er kominn í ágætis stand.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Læknirinn var búinn að ráðleggja mér að koma mér í hita áður en ég fór í aðgerð og það sem kom fyrst í huga minn var að fara heim til Senegals og vera í kringum ættingja mína, fólk sem mér þykir vænt um og fólk sem þykir vænt um mig, og það styrkti mig rosalega mikið, bæði andlega og líkamlega.
,,Læknirinn var búinn að ráðleggja mér að koma mér í hita áður en ég fór í aðgerð og það sem kom fyrst í huga minn var að fara heim til Senegals og vera í kringum ættingja mína, fólk sem mér þykir vænt um og fólk sem þykir vænt um mig, og það styrkti mig rosalega mikið, bæði andlega og líkamlega.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Pape Mamadou Faye, framherji Víkings, skoraði tvö mörk í mikilvægum 3-2 sigri liðsins gegn Þór í fyrsta heimaleik í Víkinni á dögunum.

Pape er leikmaður 7. umferðar í Pepsi-deildinni að mati Fótbolta.net, en hann var ánægður með spilamennskuna gegn Þórsurum.

„Við erum mjög ánægðir með að ná í þessi þrjú stig. Við spiluðum vel á milli okkar og allir voru að berjast í þessum leik, og það gerði okkur léttara fyrir og gaf okkur meira sjálfstraust. Þetta var í raun aldrei í hættu,“ sagði Pape við Fótbolta.net.

„Ef við hefðum nýtt færin okkar aðeins betur í fyrri hálfleik, þá hefðum við getað klárað þennan leik fyrr, en samt sem áður héldum við áfram að berjast í 90 mínútur og þetta hefði getað endað stærra. En það sem skiptir máli í þessu eru stigin þrjú sem voru í boði og við náðum þeim.“

Engir kóngar í þessu liði
Pape er að vonum ánægður með að hafa skorað fyrstu tvö mörk Víkings, en liðið fór með 2-0 forystu inn í leikhléið.

„Að sjálfsögðu, það er alltaf gaman að skora, en lykillinn í þessu er liðsheildin og hvað menn voru að reyna að hjálpa hvor öðrum í þessum leik. Allir voru að ná saman og talandinn var mjög góður, og allir voru að berjast. Það gerði mér auðveldara fyrir og ég fékk sénsa til að klára færin. Ég hefði verið gagnrýndur ef ég hefði klúðrað, en það er fínt að skora þessi mörk sem liðið þarf,“ sagði Pape, sem er allur að koma til eftir erfið meiðsli.

„Þetta er allt að smella saman. Ég á reyndar enn smá í land í forminu en ég er að vinna í því. Ég er duglegur að æfa og við strákarnir höfum verið að hjálpa hvor öðrum á æfingum. Þetta er skemmtilegur hópur sem maður er í, og þegar maður er í svona hóp vill maður gefa meira. Það eru engir kóngar í þessu liði, þetta er góð liðsheild. Ég er bara ánægður með frammistöðuna hingað til,“ sagði Pape.

„Það getur verið erfitt að lenda í svona meiðslum, en á sama tíma getur maður lært mjög mikið af þessu. Þessi meiðsli kenndu mér gríðarlega mikið og það tek ég úr þessu, en nú er það bara að baki og nú er deildin bara í fullum gangi og ég er kominn í ágætis stand. Mér finnst liðið vera á réttri leið, við höfum trú á þessu og báðir þjálfararnir eru að leggja hart að sér líkt og leikmennirnir. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til, en þetta er langt frá því að vera búið.“

Hjálpaði mjög mikið að fara til Senegal
Pape gerði sér ferð til fæðingarlandsins Senegal í vetur þar sem hann vann í því að ná sér af meiðslunum. Hann segir að það hafi gert sér gríðarlega mikið að hitta fjölskylduna og jafna sig í hlýrra andrúmslofti.

„Það gerði mjög mikið fyrir mig. Læknirinn var búinn að ráðleggja mér að koma mér í hita áður en ég fór í aðgerð og það sem kom fyrst í huga minn var að fara heim til Senegals og vera í kringum ættingja mína, fólk sem mér þykir vænt um og fólk sem þykir vænt um mig, og það styrkti mig rosalega mikið, bæði andlega og líkamlega. Þetta hjálpaði mér gríðarlega mikið að vera í kringum þetta fólk og vera í hitanum, og æfa í sandinum,“ sagði Pape.

,,Þessi atriði skipta mig miklu máli og þegar ég kom heim í febrúar var ég tilbúinn. Kannski ekki líkamlega, en andlega var ég tilbúinn að taka þennan slag og nú finnst mér ég vera á réttri leið. En það er ekkert gefins og maður verður bara að leggja hart að sér, fórna einhverju og setja það til hliðar og einbeita sér betur að boltanum. Þá kemur þetta allt.“

Pape viðurkennir að þjálfararnir Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic gefi leikmönnum ekkert rými til að slaka á, en þeir eru oft á tíðum duglegir að láta heyra í sér á hliðarlínunni á meðan leikjum stendur.

„Þeir eru ekkert líkir öðrum þjálfurum. Þetta eru bara þeir, þetta er þeirra leið til að fá það besta út úr okkur og það er ekkert sem við getum gert í því. Þeir hafa verið duglegir báðir og eru mikið að kenna okkur, og þeir eiga hrós skilið fyrir þessa frammistöðu sem við höfum sýnt,“ sagði Pape.

,,En við vitum allir að þetta verður erfitt sumar og við erum meðvitaðir um það að til þess að halda okkar sæti í þessari deild verðum við að halda fókus og gefa allt í þetta. Annars getur þetta endað illa.“

Sjá einnig:
Leikmaður 6. umferðar: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner