Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 12. ágúst 2014 10:15
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 15. umferðar - Markvörður úr tapliði
Grétar Sigfinnur Sigurðarson lék sinn 300. leik fyrir meistaraflokk KR í sigri gegn Keflavík.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson lék sinn 300. leik fyrir meistaraflokk KR í sigri gegn Keflavík.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Sandor Matus er í rammanum.
Sandor Matus er í rammanum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar er lokið en leikið var á sunnudag og mánudag. Við stillum úrvalsliðinu upp í leikkerfið 4-3-3 þar sem ýmsir leikmenn eru látnir leika út úr stöðum en það er í góðu lagi.

Fram á tvo fulltrúa eftir góðan 1-0 sigur á Val en bláliðar hafa nú unnið tvo leiki í röð. Þá á ÍBV tvo leikmenn í liðinu eftir sterkt jafntefli gegn FH á Hásteinsvelli.

Sandor Matus, markvörður Þórs, er sá eini úr tapliði sem kemst í liðið. Þór tapaði fyrir Stjörnunni en ungverjinn hélt Akureyrarliðinu á floti í leiknum.

Veigar Páll Gunnarsson sýndi skemmtileg tilþrif í sóknarleik Stjörnunnar og er í liðinu.

KR-ingar unnu Keflavík í upphitunarleik fyrir bikarúrslitin. Almarr Ormarsson skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri og er í liðinu ásamt Grétari Sigfinni Sigurðarsyni.



Úrvalslið 15. umferðar:
Sandor Matus – Þór

Ingiberg Ólafur Jónsson – Fram
Grétar Sigfinnur Sigurðarson – KR
Agnar Bragi Magnússon – Fylkir
Brynjar Gauti Guðjónsson – ÍBV

Igor Taskovic – Víkingur
Jóhannes Karl Guðjónsson – Fram
Víðir Þorvarðarson – ÍBV

Almarr Ormarsson – KR
Aron Sigurðarson – Fjölnir
Veigar Páll Gunnarsson – Stjarnan

Fyrri úrvalslið:
13. umferð
12. umferð
11. umferð
10. umferð
9. umferð
8. umferð
7. umferð
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner