Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 12. júní 2014 08:00
Fótbolti.net
Úrvalslið 7. umferðar - Spilaði 16 mínútur en er í liðinu
Atli Fannar Jónsson kom inn sem varamaður á 74. mínútu en lagði upp tvö mörk og er í úrvalsliðinu.
Atli Fannar Jónsson kom inn sem varamaður á 74. mínútu en lagði upp tvö mörk og er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye.
Pape Mamadou Faye.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöundu umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gær en hér að neðan má sjá úrvalslið hennar. FH-ingar tróna á toppnum en þeir unnu enn einn 1-0 sigurinn í gær þegar Fjölnismenn voru heimsóttir.

Róbert Örn Óskarsson hefur verið öryggið uppmálað í marki FH og er í úrvalsliðinu líkt og Atli Viðar Björnsson.

Stjarnan vann verulega öflugan sigur gegn KR og eru Danirnir Martin Rauschenberg og Michael Præst fulltrúar Garðabæjarliðsins. Stjarnan er enn án ósigurs.

Atli Fannar Jónsson hjá ÍBV lagði upp bæði mörk síns liðs í 2-2 jafntefli gegn Val og er í liðinu þrátt fyrir að hafa komið inn sem varamaður á 74. mínútu. Þá eiga Víkingar tvo menn í liðinu eftir öflugan sigur gegn Þór.



Úrvalslið 7. umferðar:
Róbert Örn Óskarsson – FH

Magnús Már Lúðvíksson – Valur
Martin Rauschenberg – Stjarnan
Ósvald Jarl Traustason – Fram

Michael Præst – Stjarnan
Igor Taskovic – Víkingur
Guðjón Pétur Lýðsson – Breiðablik
Jóhann Birnir Guðmundsson – Keflavík

Atli Viðar Björnsson – FH
Pape Mamadou Faye – Víkingur
Atli Fannar Jónsson – ÍBV

Fyrri úrvalslið:
6. umferð
5. umferð
4. umferð
3. umferð
2. umferð
1. umferð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner