Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   mið 20. maí 2015 21:20
Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn FH neita að tala við fjölmiðla
Atli Viðar skoraði 100. markið sitt og neitaði svo að tjá sig eftir leik.
Atli Viðar skoraði 100. markið sitt og neitaði svo að tjá sig eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leikmenn FH neituðu að tjá sig við fjölmiðla eftir 4-1 sigur á ÍA í dag.

Atli Viðar Björnsson skoraði sitt 100. mark í efstu deild fyrir FH í kvöld og eftir leik óskaði fréttamaður Fótbolta.net eftir að fá að taka við hann viðtal.

Fjölmiðlafulltrúi FH tilkynnti fjölmiðlum þá að leikmenn FH neiti að tjá sig við Fótbolta.net og 433.is.

Ástæðu þess sagði hann frétt 433.is um Bjarna Þór Viðarsson í 0-2 tapinu gegn Val á sunnudaginn. Þar kom fram að Bjarni hafi sagt við Kristinn Frey Sigurðsson í leiknum: „Ég á allavega miklu meiri pening en þú!" en Bjarni hefur síðan neitað þessum ummælum. Fótbolti.net sagði frá frétt 433.is síðar um kvöldið.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH tjáði sig við Fótbolta.net og 433.is eftir leikinn en leikmenn liðsins neita að tjá sig.

Ekki er ljóst hversu lengi Fótbolti.net og 433.is eru i fjölmiðlabanni hjá leikmönnum FH.

Sjá einnig:
„Ég á allavega miklu meiri pening en þú!"

Athugasemdir
banner
banner
banner