Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 08. júní 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í 2. deild: Tileinka sjómönnum í mínu lífi þennan sigur
Björgvin fagnar marki um helgina.
Björgvin fagnar marki um helgina.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Björgvin í leiknum á laugardaginn.
Björgvin í leiknum á laugardaginn.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
„Að sjálfsögðu erum við mjög ánægðir með þennan leik. Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta," sagði Björgvin Stefán Pétursson leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla.

Björgvin fór á kostum í 6-0 sigri Leiknis á Njarðvík í fyrradag.

Sjómannadagurinn var um helgina og stórigurinn kom á skemmtilegum tíma fyrir Fáskrúðsfirðinga.

„Ég tileinka öllum þeim sjómönnum í mínu lífi þennan sigur. Tveir fyrrum liðfélagar mínir tóku loðnuvertíð á Hoffell SU802 og þessi sigur er tileinkaður þeim aðallega. Þetta er þeirra helgi."

Björgvin skoraði fernu í leiknum en hann hefur áður skorað jafnmörg mörk í einum og sama leiknum.

„Já ég reyndar skoraði fjögur í lokaleiknum í þriðju deildinni í fyrra. En þessi fjögur mörk voru frábrugðin hinum að því leyti að ég var búinn að segja við Svan „rauða“ Árnason og bræður mína þá Fannar og Arnar að ég ætlaði að skora að minnsta kosti þrjú í þessum leik."

Fáskrúðsfirðingar hafa byrjað tímabilið frábærlega en þeir hafa unnið alla fimm leiki sína í 2. deildinni.

„Klassíska svarið er að við erum búnir að æfa vel og erum með góðan stuðning við liðið. Höfum styrkt liðið í kringum þéttan og góðan hóp heimamanna," segir Björgvin en er stefnan sett á sæti í 1. deild að ári?

„Við höfum ekki enn sett okkur markmið, en ef við höldum áfram á svipaðri braut þá gæti þetta endað ágætlega," sagði Björgvin hógvær að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 4. umferð - Ásgrímur Gunnarsson (KV)
Bestur í 3. umferð - Jóhann Arnar Sigurþórsson (ÍR)
Bestur í 2. umferð - Birkir Pálsson (Huginn)
Bestur í 1. umferð - Davíð Guðlaugsson (Njarðvík)
Athugasemdir
banner
banner
banner