Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 06. júní 2016 10:35
Fótbolti.net
Lið 7. umferðar: Margir öflugir miðjumenn
Mikkel Maigaard Jakobsen er í liðinu.
Mikkel Maigaard Jakobsen er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Freyr var öflugur hjá Val.
Kristinn Freyr var öflugur hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emir Dokara er í vörninni.
Emir Dokara er í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöundu umferðinni í Pepsi-deild karla lauk í gærkvöldi þegar FH skellti sér í toppsætið með sigri á Blikum. Hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's úr þessari umferð.

Þjálfari umferðarinnar kemur einmitt úr Hafnarfirði en það er Heimir Guðjónsson sem hjálpaði FH-ingum að landa þremur stigum gegn Breiðabliki.



Emil Pálsson skoraði sigurmark FH-inga gegn Blikum en hann átti góðan dag líkt og Davíð Þór Viðarsson sem var frábær á miðjunni og maður leiksins.

Arnar Darri Pétursson var frábær í marki Þróttar í 1-0 sigri á ÍA uppi á Akranesi. Þar var Dion Acoff sprækastur í sókninni hjá Þrótti.

Annar markvörður, Anton Ari Einarsson, var maður leiksins þegar Valur sigraði Stjörnuna en frammistaða Arnars Darra kemur í veg fyrir að hann fari í liðið. Kristinn Freyr Sigurðsson og Sindri Björnsson, miðjumenn Vals, eru aftur á móti í liðinu.

Víkingur Ólafsvík hefur unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu og þeir Emir Dokara og Aleix Egea hjálpuðu liðinu að halda hreinu gegn Fylki í gær.

Bjarni Gunnarsson kom inn á sem varamaður og tryggði ÍBV sigur á KR. Þar áttu Mikkel Maigaard Jakobsen og Sindri Snær Magnússon góðan dag í liði Eyjamanna.

Þá var Tobias Salquist frábær í vörn Fjölnis í 2-1 sigri liðsins á Víkingi R. í gærkvöldi.

Lið 7. umferðar:
Arnar Darri Pétursson - Þróttur

Emir Dokara - Víkingur Ó.
Tobias Salquist - Fjölnir
Aleix Egea - Víkingur Ó.

Davíð Þór Viðarsson - FH
Sindri Björnsson - Valur
Sindri Snær Magnússon - ÍBV
Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Emil Pálsson - FH

Dion Acoff - Þróttur
Mikkel Maigaard Jakobsen - ÍBV

Sjá einnig:
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner