Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   mán 03. október 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Ómar Smárason fékk heiðursverðlaun Fótbolta.net
Ómar Smárason með verðlaunin.
Ómar Smárason með verðlaunin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net veitti heiðursverðlaun sín í þriðja sinn á föstudagskvöld í Petersen svítunni.

Heiðursverðaunin voru veitt á sama tíma lokahóf Inkasso og 2. deildar fór fram.

Heiðursverðlaun Fótbolta.net voru í fyrsta skipti afhent árið 2014 en þar er fólk verðlaunað fyrir framlag þeirra til íslenska boltans.

Ómar Smárason, fyrrum fjölmiðlafulltrúi KSÍ, fékk heiðursverðlaunin að þessu sinni.

Ómar lét af störfum hjá KSÍ eftir EM í sumar en hann hefur verið fjölmiðlafulltrúi karlalandsliðsins í áraraðir.

Í gegnum tíðina hefur samvinna Ómars og fjölmiðla verið mjög góð og hann hefur hjálpað íslenskum fjölmiðlum að geta fjallað eins vel um íslenska landsliðið og kostur er.

Sjá einnig:
Viðar M. Þorsteinsson fékk heiðursverðlaunin 2014
Heimir Hallgrímsson fékk heiðursverðlaunin 2015
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner