Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 03. mars 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 433.is 
Sex með reynslu úr Pepsi-deildinni í Augnablik
Ellert Hreinsson er genginn í raðir Augnabliks.
Ellert Hreinsson er genginn í raðir Augnabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik hefur fengið vænlegan liðsstyrk fyrir átökin í 4. deild karla. Sex leikmenn með reynslu úr Pepsi-deildinni hafa samið um að leika með liðinu í sumar. Þetta kemur fram á vef 433.is.

Augnablik ætlar sér stóra hluti í 4. deildinni, það er alveg ljóst. Olgeir Sigurgeirsson og Guðjón Gunnarsson voru ráðnir þjálfara liðsins á dögunum, en báðir tengjast þeir Breiðabliki.

Fimm af þeim leikmönnum sem liðið var að semja við urðu Íslandsmeistarar með Blikum árið 2010, en í því liði var Olgeir Sigurgeirsson, annar þjálfara Augnabliks, einnig.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Kári Ársælsson, Haukur Baldvinsson, Guðmundur Pétursson, Ellert Hreinsson, Jökull Elísabetarson og Sigmar Ingi Sigurðarson, en sá síðastnefndi skrifaði undir samning sinn á Nývangi í Barcelona, þar sem hann er við nám.

Við sama tilefni ákváðu bæði Birgir Hrafn Birgisson, fyrrum miðjumaður Stjörnunnar og fleiri liða, að taka fram skóna og Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn knái, ætlar einnig að leika með Augnabliki næsta sumar. Báðir voru skráðir í félagið fyrir.

„Við ætlum að gera þetta af alvöru í sumar og stefnum á það að fara upp um deild, við höfum ráðið til okkkar metnaðarfulla þjálfara sem sækja alvöru liðsstyrk strax á fyrstu dögum í starfi. Augnablik er öflugt félag með mikinn metnað og það sést í þeim hlutum sem við erum að gera á markaðnum í dag," segir í yfirlýsingu félagsins, að því er kemur fram á 433.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner