Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 16. maí 2017 15:15
Fótbolti.net
Lið 2. umferðar í Inkasso - Þrír frá Selfossi
Björgvin Stefánsson er í liðinu eftir frammistöðu sína gegn Fram.
Björgvin Stefánsson er í liðinu eftir frammistöðu sína gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeppe skoraði tvö gegn Leikni F.
Jeppe skoraði tvö gegn Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferðin í Inkasso-deildinni fór fram um helgina. Selfyssingar unnu Þór 4-1 og eiga þrjá menn í lið umferðarinnar.

Guðjón Orri Sigurjónsson var góður í marki Selfyssinga á Akureyri og þeir Andy Pew og Hafþór Þrastarson áttu flottan dag í vörninni.

Úrvalsliðið er sókndjarft að þessu sinni en spilað er 3-4-3. Vilhjálmur Pálmason og Emil Atlason báru af í liði Þróttar í 2-1 sigri á ÍR og þeir eru báðir í liðinu.

Jeppe Hansen skoraði tvö mörk og Juraj Grizelj var öflugur í 3-0 sigri Keflavíkur á Leikni F. Ágúst Freyr Hallsson skoraði frábært sigurmark fyrir HK gegn Leikni R.

Björgvin Stefánsson var á skotskónum í jafntefli Hauka og Fram. Andrés Már Jóhannesson var bestur hjá Fylki í 2-1 sigri á Gróttu en þar var bakvörðurinn ungi Kristófer Scheving bestur hjá heimamönnum.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner