Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 05. júlí 2017 11:35
Fótbolti.net
Lið 9. umferðar í Inkasso-deildinni: Nokkrir ungir og efnilegir
Sindri Kristinn er í markinu.
Sindri Kristinn er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Aðalgeirsson leikmaður Hauka.
Arnar Aðalgeirsson leikmaður Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
9. umferðinni í Inkasso-deildinni lauk á mánudagskvöld þegar Þróttur R. lagði Fylki í toppslag. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Oddur Björnsson úr Þrótti eru í úrvalsliði umferðarinnar.

Björgvin Stefánsson skoraði þrennu í 5-0 sigri Hauka á Leikni F. Haukur Ásberg Hilmarsson og Arnar Aðalgeirsson skoruðu einnig sitthvort markið og áttu góðan leik.

Adam Árni Róbertsson (fæddur 1999) skoraði sigurmark Keflavíkur gegn Gróttu en Sindri Kristinn Ólafsson (fæddur 1997) hélt hreinu í þeim leik.

Aron Kristófer Lárusson og Loftur Páll Eiríksson (fæddur 1998) skoruðu báðir og áttu góðan dag í 3-0 sigri Þórs á HK.

Reynsluboltinn Andy Pew var maður leiksins í 1-1 jafntefli Selfoss og Fram á meðan Andri Jónasson var bestur í Breiðholtsslagnum þar sem ÍR og Leiknir R. gerðu 1-1 jafntefli.

Sjá einnig:
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner