Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 10. júlí 2017 15:00
Fótbolti.net
Lið 10. umferðar í Inkasso-deildinni: Spilað með tígulmiðju
Oddur Ingi var öflugur í sigri Fylkis.
Oddur Ingi var öflugur í sigri Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Birkir Stefánsson markvörður Þórs.
Aron Birkir Stefánsson markvörður Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
10. umferðinni í Inkasso-deildinni er lokið en 11. umferðin í deildinni fer fram strax annað kvöld. Hér að neðan má sjá úrvalslið 10. umferðar.

Topplið Fylkis lagði Hauka 2-0. Oddur Ingi Guðmundsson skoraði síðara markið þar og Andri Þór Jónsson kom inn á sem varamaður og lagði upp tvö mörk.

Keflavík skellti sér í 2. sætið með fimmta sigri sínum í röð. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmarkið gegn Fram og Marc McAusland var öflugur í vörninni.

Markvörðurinn ungi Aron Birkir Stefánsson var bestur í 2-0 sigri Þórs á Leikni R. en reynsluboltinn Kristján Örn Sigurðsson átti einnig góðan dag í vörninni.

Stefán Þór Pálsson og Andri Þór Jónsson voru bestir í sigri ÍR á Leikni Fáskrúðsfirði og á Selfossi var hinn spænski Pachu maður leiksins í jafntefli gegn Þrótti R.

Bjarni Gunnarsson skoraði bæði mörk HK í 2-0 sigri á Gróttu en þar var Viktor Helgi Benediktsson einnig öflugur á miðjunni.

Sjá einnig:
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner