Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 12. júlí 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 11. umferðar í Inkasso-deildinni: Markvörður úr tapliði
Kolbeinn Kárason skoraði bæði mörk Leiknis gegn Gróttu.
Kolbeinn Kárason skoraði bæði mörk Leiknis gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hlynur Hauksson vinstri bakvörður Þróttar.
Hlynur Hauksson vinstri bakvörður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
11. umferðin í Inkasso-deildinni fór öll fram í gærkvöldi. Í liði umferðarinnar er ekkert verið að flækja hlutina því stillt er upp í 4-4-2.

Ásgeir Eyþórsson og Arnar Már Björgvinsson voru bestir hjá toppliði Fylkis í 2-1 útisigri á ÍR í Breiðholtinu.

Adam Árni Róbertsson var öflugur á hægri kantinum hjá Keflavík í 3-1 sigri á HK en þar átti Frans Elvarsson góðan dag á miðjunni.

Viktor Jónsson skoraði bæði mörk Þróttar í 2-1 sigri á Fram í Laugardalsslagnum. Vinstri bakvörðurinn Hlynur Hauksson átti þátt í báðum mörkum Þróttar þar.

Daníel Snorri Guðlaugsson, miðjumaður Hauka, skoraði tvö mörk gegn Selfyssingum en þar var Alexander Freyr Sindrason öflugur í vörninni.

Kristján Örn Sigurðsson var öflugur í vörn Þórs gegn Leikni F. en hann kórónaði leik sinn með sigurmarki í lokin. Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis fyrir Leikni R. í 3-1 útisigri á Gróttu en Stefán Ari Björnsson, markvörður Gróttu, átti nokkrar góðar vörslur í þeim leik.

Sjá einnig:
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner