Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 21. ágúst 2017 15:16
Magnús Már Einarsson
Kristján Flóki er dýrastur í sögu FH
Kristján Flóki fagnar marki í sumar.
Kristján Flóki fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Start keypti framherjann Kristján Flóka Finnbogason frá FH í síðustu viku. FH hefur aldrei fengið eins hátt kaupverð fyrir leikmann og þegar Flóki var seldur.

„Ég held að það sé hægt að segja það. Það er að segja miðað við fyrstu sölu," sagði Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, við Fótbolta.net í dag, aðspurður út í það hvort Kristján Flóki sé dýrasti leikmaðurinn sem FH hefur selt frá sér.

Orðrómur hefur verið um að kaupverðið sé 40 milljónir króna. Jón Rúnar vill hins vegar ekki gefa upp kaupverðið. „Við ræðum ekki málefni einstakra leikmanna," sagði Jón.

Jón Rúnar segir að félagaskiptin hafa borið brátt að í síðustu viku. „Þetta var eins og afleiðingar af góðum magaverk. Þetta var það brátt," sagði Jón léttur í bragði.

„Svona hlutir gerast oft. Ákvörðunin sem var tekin er rétt og ég vona að hún verði það líka til framtíðar, sérstaklega fyrir leikmanninn. Þetta breytir miklu meira í hans lífi heldur en okkar. Ég vona að þetta verði honum til farsældar og hann byrjar vel."

Kristján Flóki skoraði í fyrsta leik sínum með Start gegn Tromsdalen í norsku B-deildinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner