Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 29. ágúst 2017 17:30
Fótbolti.net
Lið 18. umferðar í Inkasso-deildinni - Þrír úr Fylki
Ásgeir Börkur var öflugur gegn Fram.
Ásgeir Börkur var öflugur gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Eyjólfur Tómasson er í markinu aðra umferðina í röð.
Eyjólfur Tómasson er í markinu aðra umferðina í röð.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Atli Sigurjónsson er í liðinu.
Atli Sigurjónsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
18. umferðinni í Inkasso-deildinni lauk um helgina. Fjórar umferðir eru eftir og ennþá er spenna í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni.

Fylkir vann mikilvægan og öflugan 5-1 útisigur á Fram. Albert Brynjar Ingason skoraði þrennu þar, Ásgeir Börkur Ásgeirsson var frábær á miðjunni og Andri Þór Jónsson var öflugur í bakverðinum.

Hinn ungi og efnilegi Adam Árni Róbertsson skoraði og átti góðan dag á kantinum hjá Keflavík í sigri á ÍR. Atli Sigurjónsson var bestur hjá Þór í 3-1 útisigri á Gróttu.

Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu og hélt hreinu í 1-0 sigri Leiknis R. á Þrótti en þar var Bjarki Aðalsteinsson öflugur í vörninni.

Bjarni Gunnarsson skoraði fyrir HK í sigri á Haukum en Birkir Valur Jónsson var einnig góður þar.

Pachu var besti maður Selfyssinga í 2-0 útisigri á Leikni Fáskrúðsfirði en þar var Andy Pew eins og klettur í vörninni.

Sjá einnig:
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner