Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 11. september 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar í Inkasso-deildinni - Þrír úr Leikni F.
Frans Elvarsson pressar í leiknum gegn Gróttu.  Hann er í liði umferðarinnar.
Frans Elvarsson pressar í leiknum gegn Gróttu. Hann er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Albert Brynjar var góður gegn Þrótti.
Albert Brynjar var góður gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Björgvin Stefán Pétursson leikmaður Leiknis.
Björgvin Stefán Pétursson leikmaður Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvík tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í 20. umferðinni í Inkasso-deildinni fyrir helgi. Fylkir fór einnig með níu tær upp. Kíkjum á lið umferðarinnar.

Frans Elvarsson var maður leiksins þegar Keflavík tryggði Pepsi-deildarsætið með 3-0 sigri á Gróttu.

Albert Brynjar Ingason og Emil Ásmundsson hjálpuðu Fylki að vinna Þrótt R. 3-1 í mikilvægum leik í toppbaráttunni. Fylkismenn geta tryggt Pepsi-deildarsætið á laugardag.

Leiknir Fáskrúðsfirði hefur ekki gefist upp í fallbaráttunni. Fáskrúðsfirðingar björguðu sér á ævintýralegan hátt á markatölu í fyrra og þeir unnu Hauka 6-0 á laugardaginn. Dagur Ingi Valsson skoraði þrennu, Björgvin Stefán Pétursson skoraði eitt og lagði upp tvö og Hilmar Freyr Bjartþórsson átti góðan dag á miðjunni og skoraði einnig.

Tómas Óli Garðarsson skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Leiknis R. á ÍR í Breiðholtsslag. Bjarki Aðalsteinsson var góður í vörn Leiknis í leiknum.

HK vann sinn tólfta sigur í deildinni þegar liðið lagði Þór 2-0. Guðmundur Þór Júlíusson var maður leiksins en hann var frábær í vörn HK.

Hlynur Örn Hlöðversson var maður leiksins í markalausu jafntefli Fram og Selfoss en þar átti Andy Pew góðan dag í vörn gestanna.

Sjá einnig:
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner