Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   þri 12. júní 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Roland í 5. skipti á HM - 100% viss á að Ísland geti farið áfram
Icelandair
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Roland og Helgi Kolviðsson slá á létta strengi á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Roland ræðir við Heimi Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af öllum sem koma nálægt íslenska landsliðinu á HM hefur Roland Andersson langmestu reynsluna. Roland er hluti af njósnateymi íslenska landsliðsins á mótinu en hann hjálpar þjálfaraliðinu einnig á æfingum.

Hinn 68 ára gamli Roland er mættur á sitt fimmta heimsmeistaramót. Roland spilaði með sænska landsliðinu á HM í Argentínu 1978. Hann hefur síðan þá farið þrisvar sinnum á mótið sem hluti af þjálfarateymi Svíþjóðar og Nígeríu. Fimmta mótið hjá Roland er núna framundan með Íslandi.

„Ég er ánægður með að vera hér. Ég elska starfsliðið, leikmennina og andrúmsloftið í kringum það. Það var líka frábær reynsla að vera með liðinu í Frakklandi fyrir tveimur árum," sagði Roland við Fótbolta.net í gær.

Kortleggur Nígeríu
Roland var aðstoðarþjálfari Lars Lagerback þegar sá síðarnefndi þjálfaði Nígeríu á HM 2010. Roland er með það verkefni að kortleggja nígeríska landsliðið fyrir leikinn í Volgograd í næstu viku.

„Það eru átta ár síðan ég var með Nígeríu og það er bara einn leikmaður eftir síðan þá, það er (John Obi) Mikel. Allir leiðtogarnir í kringum liðið eru ennþá þarna en þeir eru ekki að fara að spila. Ég sá Nígeríu spila við England í síðustu viku og þekki liðið nokkuð vel. Ég get gefið Heimi (Hallgrímssyni), Helga (Kolviðssyni) og aðilum í kringum liðið góðar upplýsingar."

Til í að vera í Rússlandi fram að jólum
Roland hóf störf hjá íslenska landsliðinu árið 2012 þegar Lars Lagerback var ráðinn til starfa. Hann hefur því tekið þátt í uppganginum í íslenskum fótbolta og er bjartsýnn fyrir HM.

„Þið sýnduð í Frakklandi og í undankeppninni að þið eruð topplið. Það eina sem skiptir máli er að komast upp úr riðlinum og ég er 100% viss um að þið getið það. Þetta er auðvitað jafn og erfiður riðill en hin liðin eiga eftir að reita stig af hvort öðru. Það eru frábærir möguleikar á að komast áfram," sagði Roland sem vonar að íslenska liðið verði sem lengst í Rússlandi.

„Ég ætla að vera hér fram að jólum," sagði Roland léttur í bragði. „Ég elska að vera hérna og vil vera hér sem lengst."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner