Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 01. mars 2017 06:00
Þorsteinn Haukur Harðarson
PSG reyndi að fá Sturridge í janúar
PSG reyndi að fá Sturridge.
PSG reyndi að fá Sturridge.
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið PSG reyndi að fá Daniel Sturridge, sóknarmann Liverpool, á láni í janúar.

Það er Goal.com sem fullyrðir þetta en þar segir að PSG hafi viljað fá Sturridge til að aðstoða Edinson Cavani í sóknarlínu liðsins.

Hjá Liverpool fengust hinsvegar þau svör að félagið vildi ekki missa leikmenn í janúarglugganum og því varð ekkert af félagsskiptunum.

Sturridge hefur misst af mörgum leikjum Liverpool vegna meiðsla í vetur og nýverið var hann sendur veikur heim úr æfingaferð.
Athugasemdir
banner
banner