Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 03. apríl 2018 09:50
Magnús Már Einarsson
De Gea að semja við Man Utd - Liverpool vill fá Ferran Torres
Powerade
David De Gea er sagður vera að ganga frá nýjum samningi við Manchester United.
David De Gea er sagður vera að ganga frá nýjum samningi við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Balotelli gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Balotelli gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru alltaf með áhugaverðar kjaftasögur. Hér eru helstu sögurnar í dag.



David De Gea (27) markvörður Manchester United er að ganga frá nýjum fimm ára samningi sem færir honum 350 þúsund pund í laun á viku. (Sun)

Tottenham vonast til að Mauricio Pochettino og sex af fastamönnum liðsins muni skrifa undir nýja samninga á næstu mánuðum. (Telegraph)

PSG er tilbúið að greiða Toby Alderweireld (29) varnarmanni Tottenham tíu milljónir punda í árslaun ef hann gerir fimm ára samning við félagið. Alderweireld er líklega á förum frá Tottenham eftir að samningaviðræður hans við félagið sigldu í strand. (Mail)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að hvíla lykilmenn gegn Manchester United á laugardag þrátt fyrir að sigur þar geti tryggt enska meistaratitilinn. Guardiola er með hugann við leikina gegn Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. (Express)

Derek McInnes, Craig Shakespeare, Michael Appleton, Dean Smith og Graham Potter koma til greina sem næsti stjóri WBA eftir að Alan Pardew var rekinn í gær. (Times)

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er ósáttur við að liðið virðist ætla að missa af Meistaradeildarsæti. Hann er hins vegar ekki búinn að ákveða hvort Antonio Conte verði rekinn en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. (Express)

Chelsea gæti misst níu leikmenn úr aðalliðinu í sumar. (Telegraph)

Liverpool er að fylgjast með Ferran Torres (18) kantmanni Valencia en Chelsea hefur einnig áhuga. (Mail)

Everton þarf að berjast við þrjú spænsk félög til að krækja í Wilfried Kanon (24) varnarmann ADO Den Haag í Hollandi. (Sun)

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern Munchen, segir að Real Madrid eigi ekki möguleika á að kaupa Robert Lewandowski (29). (Marca)

Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, segir að næsta starf sitt verði utan Ítaliu. (Telegraph)

Umboðsmaður Mario Balotelli (27) er í viðræðum við ensk félög en samningur hans hjá Nice í Frakklandi rennur út í sumar. (Mirror)

Emre Can (24) miðjumaður Liverpool er tæpur fyrir leikinn gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner