Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 03. september 2015 20:44
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands - Aron bestur
Icelandair
Sigurmarkinu í kvöld fagnað.
Sigurmarkinu í kvöld fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Aron Einar var frábær á miðjunni.
Aron Einar var frábær á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann frækinn 1-0 sigur á Hollandi í Amsterdam í kvöld. Úrslitin þýða að einn sigur í viðbót tryggir farseðilinn á EM næsta sumar.

Hér að neðan má sjá einkunnir Fótbolta.net fyrir leikinn í kvöld en þær eru í hærri kantinum að þessu sinni. Það er ekki annað hægt!

Hannes Þór Halldórsson 9
Varði allt sem á markið kom og þar á meðal voru nokkrar frábærar vörslur. Ekki hægt að biðja um meira.

Birkir Már Sævarsson 7
Var í smá basli með Memphis Depay fyrri hálfleik en skilaði sínu mjög vel.

Kári Árnason 8
Klettur í vörninni. Skallaði fjölda bolta í burtu.

Ragnar Sigurðsson 8
Gæti fengið sömu umsögn og Kári. Þeir félagar voru alveg með þetta í kvöld.

Ari Freyr Skúlason 8
Hélt Arjen Robben alveg niðri áður en hann fór af velli og hélt sínu striki allan leikinn. Frábær frammistaða.

Birkir Bjarnason 8
Fiskaði vítið sem sigurmarkið kom úr og gerði það frábærlega. Sannfærandi frammistaða eins og svo oft áður.

Aron Einar Gunnarsson 9 ('87) - Maður leiksins
Dreif sína menn áfram á miðjunni. Skilaði einum af sínum betri landsleikjum á ferlinum. Var tæpur fyrir leikinn og varð að fara af velli á 86.mínútu eftir að hafa gefið sig allan í verkefnið.

Gylfi Þór Sigurðsson 9
Elskar að skora á móti Hollendingum. Skilaði vítinu í netið og var frábær allan leikinn á miðjunni. Mjög yfirvegaður á boltann.

Jóhann Berg Guðmundsson 8
Mjög ógnandi allan leikinn. Nokkrum sinnum nálægt því að skora, sérstaklega þegar hann átti stangarskot í síðari hálfleik.

Jón Daði Böðvarsson 7 ('78)
Átti að skora í byrjun leiks þegar hann fékk algjört dauðafæri. Var mjög duglegur og vinnsla hans frammi var til fyrirmyndar.

Kolbeinn Sigþórsson 7 (’64)
Gríðarlega öflugur í loftinu að venju. Fiskaði Bruno Martins Indi af velli eftir baráttu þeirra á milli.

Varamenn:

Eiður Smári Guðjohnsen 7 (’64)
Kom með ró inn í spilið hjá íslenska liðinu. Að eiga markahæsta mann í sögu landsliðsins á bekknum til að sigla leikjum í hús er lúxus.

Alfreð Finnbogason ('78)

Ólafur Ingi Skúlason ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner