Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 03. september 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Hazard: Verð aldrei sami markaskorari og Messi eða Ronaldo
Eden Hazard
Eden Hazard
Mynd: Chelsea
Eden Hazard, leikmaður Chelsea, viðurkennir að hann geti aldrei orðið sami markaskorari og Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo.

Hazard hefur farið rólega af stað í enska boltanum en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lét hafa eftir sér í sumar að Hazard væri betri en Ronaldo.

Belginn var stórkostlegur á síðasta tímabili og var valinn leikmaður ársins á Englandi en hann skoraði 19 mörk í öllum keppnum.

„Ég spyr mig hvað ég geti gert til að verða eins og Messi og Ronaldo sem skora 50 eða 60 mörk á tímabili".

„Að sjálfsögðu reyni ég en ég veit að ég mun aldrei vera sami markaskorari. Þetta snýst aðallega um andlega þáttinn. Stundum þegar ég hef skorað eitt mark hugsa ég; þetta er nóg, ég þarf ekki að skora meira"
sagði Hazard.

Ronaldo skoraði 61 mark í 54 leikjum á síðasta tímabili á meðan Messi gerði 58 mörk fyrir Barcelona. Hazard hefur hinsvegar skorað í þriðja hverjum leik að meðaltali á ferli sínum hjá Chelsea og kveðst sáttur með það.

„Ég leitast ekki eftir því að bæta einhver met eins og sumir leikmenn. Ef ég get skorað 15-20 mörk á hverju tímabili er ég mjög sáttur".

„Ég er að nálgast hátindinn á ferlinum en ég reyni að bæta mig á hverjum degi. Ég á eftir að verða betri".

Athugasemdir
banner
banner
banner