Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 04. apríl 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo tók hjólhestaspyrnuna í 2,41 metra hæð
Ronaldo skorar markið í gærkvöldi.
Ronaldo skorar markið í gærkvöldi.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo skoraði eitt af betri mörkum í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann skoraði með hjólhestaspyrnu í 3-0 útisigri Real Madrid á Juventus í gær.

Ronaldo náði að taka hjólhestaspyrnuna í ótrúlegri hæð eftir fyrirgjöf Dani Carvajal frá hægri.

Spænska íþróttablaðið Marca lagðist yfir myndir af markinu og hefur nú mælt að boltinn hafi verið í 2,38 metra hæð þegar Ronaldo tók spyrnuna!

Til samanburðar er sláin á fótboltamarki 2,44 metra frá jörðu.

Ronaldo var sjálfur í 1,41 metra hæð með líkama sinn þegar hann tók spyrnuna.

Sjá einnig:
Sjáðu stórkostlegt mark Ronaldo

Athugasemdir
banner
banner
banner