Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 04. apríl 2018 21:01
Magnús Már Einarsson
Savage: Liverpool er ekki komið áfram
Robbie Savage.
Robbie Savage.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Robbie Savage, sérfræðingur BBC, vill ekki meina að Liverpool sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 3-0 sigur a Manchester City í kvöld.

Savage telur að Real Madrid, Bayern Munchen og Barcelona séu örugg áfram en hann er ekki viss um Liverpool.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður í banni í síðari leiknum og óvíst er með þátttöku Mohamed Salah sem meiddist á nára í kvöld.

„Real Madrid er 3-0 yfir gegn Juventus og ég tel að sú viðureign sé búin. Barcelona er 4-1 yfir. Sú viðureign er búin. Bayern gegn Sevilla, sú viðureign er búin," sagði Savage.

„En er þessi viðureign búin? Engin Henderson og verður Salah klár? Ég held að þetta sé ekki búið."
Athugasemdir
banner
banner