Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 06. apríl 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og að fá David Beckham í KR
Eiður segir að Cercle Brugge sé líklega minnst atvinnumannalið sem hann hafi spilað með.
Eiður segir að Cercle Brugge sé líklega minnst atvinnumannalið sem hann hafi spilað með.
Mynd: Kristján Bernburg
Hvernig væri það nú ef David Beckham færi í KR?
Hvernig væri það nú ef David Beckham færi í KR?
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart þegar Eiður Smári Guðjohnsen gekk í raðir Cercle Brugge í Belgíu árið 2012. Eiður, sem hafði spilað með Barcelona og Chelsea á ferli sínum, í lið sem er ekki endilega það stærsta í Belgíu, eiginlega langt því frá.

Eiður kaus að fara til Brugge til að koma sér aftur í gang eftir að hafa fótbrotnað í leik með AEK í Grikklandi árinu áður.

„Þetta var högg í stoltið en á endanum var þetta að koma og spila fótbolta, ég myndi fara upp á við í kjölfarið," segir Eiður í þáttunum "Gudjohnsen" í Sjónvarpi Símans Premium.

Belgískir fjölmiðlar voru mjög spenntir fyrir komu Eiðs en aðspurður segist hann hafa verið bestur í liðinu. Hinir hafi einfaldlega ekki á sama hæfileikastigi og hann.

„Það varð algjör þögn"
Arnar Þór Viðarsson, fyrrum landsliðsmaður, var leikmaður Cercle Brugge á þessum tíma og átti síðar eftir að vera þjálfari liðsins. Hann segir að það hafi verið mjög stórt að fá Eið til félagsins.

„Ég sprakk úr hlátri," segir Arnar um það þegar hann fékk símtal um að Eiður væri að kom til félagsins. „Ertu eitthvað geðveikur? Heldurðu að hann sé að fara að koma hingað?"

Eiður endaði á því að fara á Cercle Brugge. Sveppi, sem var að gera þættina með Eiði, spyr þá Arnar hvort þetta hafi verið kannski eins og að fá David Beckham í KR?

„Já, það var þannig," segir Arnar. „Þegar Eiður kom inn í klefann hjá Cercle varð algjör þögn."

Hvernig væri það nú ef David Beckham færi í KR?

Eiður stóð sig vel hjá Cercle Brugge og fór þaðan upp á við eins og hann talaði hann um, hann fór til nágrannana í Club Brugge þar sem hann spilaði í eitt og hálft ár við góðan orðstír.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner