Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 07. apríl 2018 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Ronaldo skoraði aftur úr hjólhestaspyrnu
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er einn besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið og ferilskrá hans sannar það.

Ronaldo átti magnað kvöld í Tórínó á þriðjudaginn þegar hann skoraði tvö í 3-0 sigri á Juventus. Seinna mark hans er líklega eitt það fallegasta í sögu Meistardeildarinnar.

Ronaldo skoraði þá úr hjólhestaspyrnu eftir sendingu frá bakverðinum Dani Carvajal af hægri kantinum.

Ronaldo hefur greinilega verið að vinna í hjólhestaspyrnunni hjá sér og er að æfa hana vel en hann gerði sér lítið fyrir og henti í hjólhestapsyrnu á æfingu Madrídarliðsins í dag.

Það er spurning hvort hann þurfi í raun og veru einhverja hjálp frá Peter Crouch.

Sjón er sögu ríkari.





Athugasemdir
banner
banner