Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 07. ágúst 2016 13:33
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Pogba fer í læknisskoðun hjá Man Utd
Pogba færist enn nær Man Utd.
Pogba færist enn nær Man Utd.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa staðfest að Paul Pogba hafi fengið grænt ljós á að fara í læknisskoðun hjá Manchester United.

Þessi 23 ára franski landsliðsmiðjumaður hefur verið orðaður við 100 milljóna punda metsölu til United þar sem hann lék þrjá aðalliðsleiki áður en hann gekk í raðir Juve 2012.

Jose Mourinho sagði fyrir helgi að hann vildi að gengið yrði frá kaupunum fyrir 14. ágúst þegar United mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Pogba hefur verið í sumarfríi síðan Frakkland tapaði úrslitaleik EM.

Viðræður United og Juventus hafa tekið dágóðan tíma en niðurstaða í málinu virðist vera að nálgast höfnina. Erfiðlega gekk að semja um greiðslur til umboðsmanns Pogba, Mino Raiola, en samkvæmt Guardian eru samningar þess efnis í höfn.

Guardian segir að Pogba muni skrifa undir fimm ára samning við United.

Uppfært: Manchester United hefur staðfest að Pogba sé á leið í læknisskoðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner