Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 09. apríl 2018 11:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kiddi Jak útskýrir nýja samninga dómara
Kristinn Jakobsson.
Kristinn Jakobsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, var á línunni í útvarsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardaginn. Þar ræddi hann við Tómas Þór Þórðarson um nýjan samning sem KSÍ hefur gert við dómara.

„Þetta eru frábærir samningar," sagði Kristinn í þættinum á laugardaginn.

„Þetta eru tímamót því það er ekki bara samið um leikina sem dómarar dæma heldur líka undirbúningstímabil og aðbúnað. Þetta er mikil framför í dómaramálum og við fögnum þessu. Að sjálfsögðu viljum við hafa okkar bestu menn vel borgaða og þetta gerir líf þeirra bærilega."

Dómurum er raðað niður í flokka og dómararnir í Pepsi-deildinni fá nú greitt á undirbúningstímabilnu í fyrsta skipti.

„Þetta eru sjö mánaða greiðslur yfir undirbúningstímabilið. Eftir það fara menn í eðlilegar launagreiðslur á meðan á tímabili stendur þar sem er borgað er fyrir hvern leik. Til að fá borgað yfir undirbúningstímabilið þurfa menn að skila einhverju til baka. Það eru meðal annars æfingar, ráðstefnur og X leikjafjöldi sem menn þurfa að uppfylla."

Bestu dómarar landsins eiga einnig að kenna á dómaranámskeiðum en það er hluti af nýja samningnum. Kristinn segir að stefnan sé að fjölga öflugum dómurum á næstu árum.

„Við viljum fjölga þessum mönnum. Við viljum eins og í öllum góðum liðum hafa góðan varamannabekk. Þeir sem eru inn á finna þá fyrir pressu til að standa sig og leggja enn meira á sig," sagði Kristinn.

Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþáttinn (Viðtalið við Kristin er eftir 60 mínútur)
Athugasemdir
banner
banner