Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 09. desember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Liverpool þarf ekki styrkja neina stöðu"
Mynd: Getty Images
Sami Hyypia, fyrrum varnarmaður Liverpool, segir að félagið þurfi ekki að rífa fram veskið þegar janúarglugginn opnar.

Liverpool er á ágætis róli í ensku úrvalsdeildinni, er í fjórða sæti og er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem sigurvegari í sínum riðli eftir 7-0 sigur á Spartak Moskvu í lokaleiknum.

Flestir sparkspekingar eru sammála um það að Liverpool þurfi að styrkja sig, sérstalega varnarlega. Hyypia getur ekki tekið undir það og segir ekki þörf á því fyrir Liverpool að bæta við sig.

„Í augnablikinu, þá tel ég að Liverpool þurfi ekki að styrkja neina stöðu," sagði Finninn við Goal.com.

„Við erum að vinna leiki, skora mörk og halda hreinu þannig að það er allt í góðu í augnablikinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner