Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 10. apríl 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Torino hefur miklar mætur á Ventura
Mynd: Getty Images
Urbano Cairo, forseti Torino, hefur miklar mætur á Gian Piero Ventura sem var rekinn frá ítalska landsliðinu síðasta haust.

Ventura varð fljótt einn af hötuðustu mönnum Ítalíu þegar honum mistókst að stýra landsliðinu til sigurs gegn Svíum í umspili fyrir sæti á HM í Rússlandi.

Þetta er í fyrsta sinn í 60 ár sem Ítalir komast ekki á Heimsmeistaramótið.

Ventura var við stjórnvölinn hjá Torino í fimm ár áður en hann tók við landsliðinu eftir Evrópumótið 2016.

„Hver sem krækir í Gian Piero Ventura er sniðugur. Hann mun koma sterkur til baka og vera upp á sitt besta,"sagði Cairo við ANSA.

„Mér finnst ósanngjarnt að kenna honum um að Ítalir komust ekki á HM. Það er rétt að þjálfarinn og leikmennirnir skipta miklu máli en stjórnin sjálf skiptir enn meira máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner