Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 10. október 2017 13:10
Magnús Már Einarsson
Eiður í viðtali við CNN: Partýið virðist halda áfram
Icelandair
Eiður í leik á EM í Frakklandi.
Eiður í leik á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaðurinn í sögu íslensk landsliðsins, var í viðtali við CNN í dag. Þar var fjallað um afrek íslenska landsliðsins að komast á HM.

„Ég er viss um að það eru nokkrir með hausverk á Íslandi í dag," sagði Eiður við CNN.

„Þetta var sögulegt kvöld fyrir okkur og heimsfótboltann. Við nutum þess að fara á EM í Frakklandi 2016 á okkar fyrst stórmót og partýið virðist halda áfram."

Eiður segir að íslenska landsliðið geti náð ennþá lengra í framtíðinni.

„Þetta er kynslóð sem hefur spilað lengi saman og þeir eiga eftir að gera ennþá meira."

Hér að neðan má horfa á viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner