Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 10. desember 2017 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Atletico rétt marði Real Betis
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í spænska boltanum og lýkur deginum á viðureign Villarreal og Barcelona sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.

Saul Niguez gerði eina mark Atletico Madrid gegn Real Betis. Heimamenn í Betis fengu góð færi og voru betri aðili leiksins en náðu ekki að koma knettinum inn.

Malaga vann þá gríðarlega mikilvægan leik þökk sé mörkum úr vítaspyrnum. Borja Baston skoraði úr fyrstu spyrnunni en klúðraði þeirri síðari, sem Chory Castro fylgdi eftir og innsiglaði þannig sigurinn.

Kempan Aritz Aduriz skoraði í sigri Athletic Bilbao. Þessi 36 ára gamli framherji er búinn að gera sex mörk í síðustu níu leikjum.

Atletico er í þriðja sæti, þremur stigum frá toppliði Barca sem er að spila við Villarreal.

Real Betis 0 - 1 Atletico Madrid
0-1 S. Niguez ('29)

Real Sociedad 0 - 2 Malaga
0-1 B. Baston ('23, víti)
0-2 C. Castro ('58)

Levante 1 - 2 Athletic Bilbao
0-1 A. Aduriz ('5, víti)
1-1 A. Laporte ('73, sjálfsmark)
1-2 S. Postigo ('79, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner