Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 11. janúar 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Lippi kennir formleysi um tapið gegn Íslandi
Lippi horfir á sína menn tapa gegn Íslandi.
Lippi horfir á sína menn tapa gegn Íslandi.
Mynd: Getty Images
Íslenska landsliðið mun leika til úrslita á vináttumótinu í Kína eftir 2-0 sigur gegn heimamönnum í gær þar sem Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu mörkin.

Eftir fína frammistöðu Kínverja í fyrri hálfleik var íslenska liðið talsvert betri aðilinn í seinni hálfleik.

„Við erum á undirbúningsstigi og leikmenn hafa ekki spilað í tvo mánuði. Fæturnir voru þungir og margir af leikmönnunum eru nýliðar í landsliðinu," segir Lippi.

„Íslenska liðið er með meiri reynslu og margir af okkar mönnum voru stressaðir. Maður sá að líkamlegt ástand er ekki eins og best verður á kosið og menn urðu fljótt þreyttir. En ég sá margt jákvætt á fyrstu 60 mínútunum."

„Andstæðingar okkar eru á miðju tímabili hjá sér og maður sá hversu ákveðnir þeir eru. Ekkert af liðunum fjórum á mótinu eru með sitt besta lið. Það er bara hægt að dæma lið þegar þau spila með sína sterkustu menn."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lippi tapar vináttulandsleik fyrir Íslandi. 2004 tapaði hann með ítalska landsliðinu á Laugardalsvelli en tveimur árum síðar stýrði hann Ítalíu til heimsmeistaratitils.

Ísland leikur gegn Króatíu eða Síle í úrslitaleik Kínabikarsins á sunnudagsmorgun.
Athugasemdir
banner
banner