Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 11. janúar 2018 14:47
Elvar Geir Magnússon
Konur í Sádi-Arabíu ekki handteknar ef þær mæta á fótboltaleiki
Hingað til hafa einungis karlar mátt mæta á fótboltaleiki.
Hingað til hafa einungis karlar mátt mæta á fótboltaleiki.
Mynd: Getty Images
Frá og með morgundeginum mega konur fara á fótboltaleiki í Sádi-Arabíu án þess að eiga á hættu að vera handteknar. Sádi-Arabía er á vondum stað þegar kemur að réttindum kvenna en hingað til hafa aðeins karlmenn mátt mæta á völlinn.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að aflétta banni á kvenmenn á fótboltavöllum á þremur leikvöngum til að byrja með.

Í lok árs 2014 mótmælti kona ein banninu og mætti á leik í Sádi-Arabíu en var handtekin.

Á lista yfir réttindi kvenna er Sádi-Arabía í 141. sæti af 144 þjóðum.

„Það getur verið erfitt að þurfa að horfa á uppáhalds liðið þitt í sjónvarpinu, sérstaklega þegar það er stórleikur eða úrslitaleikur. En nú er ósk mín að rætast," segir hin 22 ára Ghadah Grrah sem heldur með Al-Hilal.

Mikill fótboltaáhugi er í Sádi-Arabíu og í sumar mun karlalandslið þjóðarinnar leika á sínu fimmta heimsmeistaramóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner