Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. apríl 2014 13:16
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Aron Einar og Gylfi Þór eru á bekknum
Gylfi byrjar á bekknum hjá evrópubaráttuliði Tottenham
Gylfi byrjar á bekknum hjá evrópubaráttuliði Tottenham
Mynd: Getty Images
Sex leikir eru við það að hefjast samtímis í ensku Úrvalsdeildinni en hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin úr tveimur þeirra.

Gylfi Þór Sigurðsson er á varamannabekk Tottenham sem heimsækir fallbaráttulið West Brom, en Emmanuel Adebayor leiðir sóknarlínu liðsins ásamt hinum unga Harry Kane.

Gylfi og félagar eru í evrópubaráttu á lokakafla tímabilsins og þurfa öll tiltæk stig til að halda sér frá Manchester United og reyna að nálgast Everton og Arsenal.

Aron Einar Gunnarsson er á varamannabekknum hjá Cardiff sem heimsækir Southampton.

Aron og félagar þurfa sigur í dag til að eiga raunhæfa möguleika á að halda sér í deild þeirra bestu, á meðan Southampton siglir lygnan sjó í efri hluta deildarinnar.

Southampton (4-2-3-1): Gazzaniga - Chambers, Lovren, Fonte, Shaw - Schneiderlin, Davis - Ramirez, Lallana, Cork - Lambert
Varamenn: Cropper, Clyne, Wanyama, W-Prowse, Guly do Prado, Hooiveld, Gallagher

Cardiff: Marshall, Caulker, Whittingham, Medel, Campbell, Kim, Mutch, Cala, KTC, Dæhli, Fabio
Varamenn: Lewis, Turner, Eikrem, Gunnarsson, McNaughton, Zaha, Bellamy

West Brom (4-4-1-1): Foster - Reid, McAuley, Olsson, Ridgewell - Amalfitano, Mulumbu, Brunt, Dorrans - Sessegnon - Vydra
Varamenn: Myhill, Berahino, Jones, Bifouma, Yacob, Anichebe, Dawson

Tottenham (4-4-2): Lloris - Naughton, Chiriches, Kaboul, Rose - Lennon, Chadli, Paulinho, Eriksen - Adebayor, Kane
Varamenn: Friedel, Fryers, Veljkovic, Bentaleb, Sigurðsson, Townsend, Winks
Athugasemdir
banner
banner