Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 12. apríl 2014 08:00
Elvar Geir Magnússon
Mirror segir að Man Utd hafi rætt við Van Gaal
Van Gaal er til hægri á myndinni.
Van Gaal er til hægri á myndinni.
Mynd: Getty Images
Áður en þú lest lengra ber að taka fram að Daily Mirror telst ekki vera í flokki með áreiðanlegustu fjölmiðlum Englands.

Mirror segir að talsmenn Manchester United hafi hitt Louis van Gaal sem þjálfar hollenska landsliðið út HM í sumar.

Van Gaal er fyrrum þjálfari Ajax, Barcelona og Bayern München en hann er talinn meðal þeirra líklegustu til að taka við United ef David Moyes verður látinn fara eftir mikið vonbrigðatímabil.

Van Gaal hefur einnig verið orðaður við Tottenham.

Mirror stendur við frétt sína þrátt fyrir að Manchester United neiti því að hafa fundað með Hollendingnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner