Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 12. nóvember 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Axel Witsel: Berum virðingu fyrir andstæðingnum
Icelandair
Axel Witsel.
Axel Witsel.
Mynd: Getty Images
Axel Witsel, leikmaður Zenit og belgíska landsliðsins, segist bera virðingu fyrir íslenska landsliðinu þó hann þekki það ekki mjög vel.

Ísland og Belgía mætast í vináttuleik í Brussel klukkan 19:45 í kvöld og býst Witsel við góðum leik.

,,Ég þekki íslenska liðið ekki mjög vel, en þessi leikur er flottur undirbúningur og það er gott að spila á heimavelli með okkar stuðningsmenn," sagði Witsel við belgíska blaðamenn.

,,Ég held að þetta verði góður leikur fyrir okkur. Það eru meiðsli í vörninni en við erum með frábæran hóp og það kemur maður í manns stað."

,,Við verðum alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingnum. Við lítum fyrst og fremst á þennan leik sem undirbúning en við viljum spila vel og ná góðum úrslitum."

Athugasemdir
banner
banner