Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 13. október 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Sex stærstu mætast innbyrðis
Antonio Candreva og Mauro Icardi fagna marki gegn AC Milan.
Antonio Candreva og Mauro Icardi fagna marki gegn AC Milan.
Mynd: Getty Images
Það er gífurlega spennandi helgi framundan í ítalska boltanum eftir steindautt landsleikjahlé fyrir Ítali sem þurfa að fara í umspil til að komast á HM.

Helgin hefst á morgun þegar Ítalíumeistarar Juventus taka á móti Lazio í gífurlega spennandi viðureign.

Síðar um kvöldið tekur Roma á móti Napoli í öðrum stórleik sem verður að sjálfsögðu í beinni á SportTV, sem og fjórir aðrir leikir um helgina.

Fiorentina tekur á móti Emil Hallfreðssyni og félögum í Udinese á sunnudaginn, Torino heimsækir Crotone og Sampdoria fær Atalanta í heimsókn áður en þriðji stórleikur helgarinnar á sér stað, bardaginn um Mílanó.

Inter og Milan mætast þá í hatrömmum erkifjendaslag. Hvorugt liðið hefur virkað sérlega sannfærandi á tímabilinu en Inter er þó búið að hala inn 19 stigum í sjö leikjum á meðan Milan er aðeins með 12.

Verona mætir nýliðum Benevento í botnbaráttunni á mánudaginn, en hvorugu liði hefur tekist að sigra leik fyrstu sjö umferðirnar.

Laugardagur:
16:00 Juventus - Lazio (SportTV)
18:45 Roma - Napoli (SportTV)

Sunnudagur:
10:30 Fiorentina - Udinese (SportTV)
13:00 Bologna - Spal
13:00 Cagliari - Genoa
13:00 Crotone - Torino
13:00 Sampdoria - Atalanta
13:00 Sassuolo - Chievo
18:45 Inter - Milan (SportTV)

Mánudagur:
18:45 Verona - Benevento (SportTV)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 35 21 8 6 67 42 +25 71
3 Juventus 35 18 12 5 48 27 +21 66
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Atalanta 34 18 6 10 63 38 +25 60
6 Roma 35 17 9 9 62 42 +20 60
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Napoli 35 13 12 10 53 44 +9 51
9 Fiorentina 34 14 8 12 51 39 +12 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 35 10 13 12 41 43 -2 43
13 Lecce 35 8 13 14 32 50 -18 37
14 Verona 35 8 10 17 33 46 -13 34
15 Cagliari 35 7 12 16 37 60 -23 33
16 Empoli 35 8 8 19 26 50 -24 32
17 Frosinone 36 7 11 18 43 68 -25 32
18 Udinese 35 4 18 13 33 52 -19 30
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 35 2 9 24 27 75 -48 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner