Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 14. október 2017 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg: Getum unnið England aftur
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Jóhann Berg Guðmundsson er spenntur fyrir þeirri tilhugsun að mæta Englandi á HM í Rússlandi næsta sumar.

Jóhann Berg var að venju í byrjunarliði Íslands sem vann England 2-1 í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fyrra.

Ísland verður með á HM á næsta ári og Jói Berg vonast til að mæta Englendingum aftur þar.

„Vonandi mætum við þeim í riðlakeppninni," sagði Jóhann Berg við Sky Sports. „Við áttum frábæran leik gegn þeim síðast og ég tel okkur geta unnið þá aftur."

„Pressan er miklu meiri á Englendinga, ég skil það. Þeir eru með dýrari leikmenn og stærri nöfn í sínu liði. Þeir hafa þó ekki verið að spila eins vel og þeir ættu að gera í langan tíma."

„Fjölmiðlar og fólki í landinu vill fá meira frá þeim. Þú lest það í fjölmiðlum, þeir tala alltaf um tapið gegn Íslandi og tala um það sem niðurlægingu. Sem betur fer er engin pressa á okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner