Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 15. mars 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chicharito og Lozano í hópi Mexíkó sem mætir Íslandi
Icelandair
Ísland fær að takast á við Javier Hernandez. Hér er hann í leik með West Ham gegn Manchester City á Laugardalsvelli.
Ísland fær að takast á við Javier Hernandez. Hér er hann í leik með West Ham gegn Manchester City á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hirving Lozano, liðsfélagi Albert Guðmundssonar, er ein stærsta stjarnan í liði Mexíkó.
Hirving Lozano, liðsfélagi Albert Guðmundssonar, er ein stærsta stjarnan í liði Mexíkó.
Mynd: Getty Images
Mexíkó hefur gefið út 28 manna hóp sem mun mæta Íslandi í Kalíforníu þann 23. mars næstkomandi og Króatíu í Texas 27. mars.

Ísland er að fara í æfingaferð til Bandaríkjanna og mun þar mæta Mexíkó og Perú. Hópur Íslands verður tilkynntur á morgun.

Stærstu nöfnin eru í hópi Mexíkó og má þar nefna Javier "Chicharito" Hernandez sóknarmann West Ham og Hirving Lozano liðsfélaga Albert Guðmundssonar hjá PSV. Giovani Dos Santos, leikmaður LA Galaxy, er hins vegar ekki með vegna meiðsla.

Þetta eru síðustu leikirnir fyrir lokaundirbúninginn fyrir HM. Mexíkó er í riðli á HM með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu.

Markverðir: Jose de Jesús Corona (Cruz Azul), Guillermo Ochoa (Standard Liège), Alfredo Talavera (Toluca)

Varnarmenn: Edson Álvarez (America), Néstor Araujo (Santos Laguna), Hugo Ayala (Tigres), Jesus Gallardo (UNAM), Miguel Layún (Sevilla FC), Héctor Moreno (Real Sociedad), Diego Reyes (FC Porto), Carlos Salcedo (Eintracht Frankfurt)

Miðjumenn: Jonathan dos Santos (LA Galaxy), Marco Fabian (Eintracht Frankfurt), Jonathan González (Monterrey), Omar Govea (Royal Excel), Andrés Guardado (Real Betis), Jorge Hernández (Pachuca), Héctor Herrera (FC Porto), Jesús Molina (Monterrey), Rodolfo Pizarro (Guadalajara)

Sóknarmenn: Javier Aquino (Tigres), Jesús Manuel Corona (FC Porto), Jürgen Damm (Tigres), Javier Hernández (West Ham), Raúl Jiménez (Benfica), Hirving Lozano (PSV Eindhoven), Oribe Peralta (América), Carlos Vela (LAFC)




Vináttuleikir Íslands fram að HM
23. mars Mexíkó - Ísland (San Francisco)
27. mars Perú - Ísland (New York)
2. júní Ísland - Noregur (Laugardalsvöllur)
6. júní Ísland - ? (Laugardalsvöllur)

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía

Sjá einnig:
Heimir: Bandaríkjaferðin hentar vel sem undirbúningur fyrir HM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner