Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 16. mars 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Calhanoglu ósáttur: Dómarinn var maður leiksins
Jonas Eriksson sá um dómgæsluna.
Jonas Eriksson sá um dómgæsluna.
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu er ekki ánægður með dómgæsluna í leik Arsenal og Milan í Evrópudeildinni í gær.

Calhanoglu kom Milan yfir með glæsilegu skoti fyrir utan teig en Danny Welbeck jafnaði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með því að dýfa sér.

Dýfan var svo augljós að hún er ekki umdeild, en einhvern veginn tókst dómaranum og öllum hans aðstoðardómurum ekki að sjá atvikið.

„Við spiluðum góðan leik á afar erfiðum útivelli. Við áttum skilið að fá meira út úr viðureigninni," sagði Calhanoglu að leikslokum.

„Við komumst yfir en svo fengum við ótrúlegt mark á okkur. Það er ekki venjulegt að sjá svona gerast í Evrópudeildinni, þetta er fáránlegt.

„Það var engin snerting frá Ricardo Rodriguez en dómarinn dæmdi samt vítaspyrnu. Ég man þegar það var brotið á mér í fyrri leiknum og ég lét mig ekki detta."


Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 í Mílanó og fór heimaleikurinn 3-1 í gær.

„Þetta atvik breytti leiknum, en svona er fótboltinn. Þetta hefðu getað verið önnur úrslit á öðrum degi.

„Dómarinn var maður leiksins og ég mun aldrei gleyma því."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner