Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 16. september 2017 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Mynd: Javier Hernandez afar ólíkur sjálfum sér í PES 2018
Javier Hernandez
Javier Hernandez
Mynd: Getty Images
Japanski framleiðandinn Konami sem framleiðir knattspyrnuleikinn Pro Evolution Soccer virðist vera að gera hræðilega hluti þegar það kemur að andlitum knattspyrnumanna.

Það var mikið í umræðunni á dögunum er myndir af leikmönnum íslenska landsliðsins voru birtar á samfélagsmiðlum en flestir leikmennirnir voru ólíkir sjálfum sér og helst líkir persónum úr japanska leiknum Tekken sem hefur gert góða hluti síðustu áratugi.

Konami gaf út Pro Evolution Soccer 2018 á dögunum en svo virðist sem að framleiðendur leiksins leggi ekki mikið upp úr andlitum leikmanna.

Það eru margir sem furða sig á andliti Javier Hernandez, framherja West Ham á Englandi, en hann er eins ólíkur sjálfum sér og hægt er að vera.

Hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan. Hann er líkari enska miðjumanninum Gareth Barry frekar en Hernandez!



Athugasemdir
banner
banner
banner