Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mán 17. júlí 2017 22:03
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Linus: Svipað og í næst efstu deild í Svíþjóð og Danmörku
Linus Olsson er hér til vinstri
Linus Olsson er hér til vinstri
Mynd: Nyköbing
Linus Olsson byrjaði með látum hjá Fjölni en hann fékk leikheimild með félaginu á laugardag og var búinn að skora eftir tveggja mínútna leik. Linus líkar vel við dvölina á Íslandi hingað til.

„Mér líkar mjög vel hérna. Hef verið hérna í tvær vikur núna og þetta er fallegt land."

Linus var fenginn til þess að skora mörk og líkt og áður segir þá tók það ekki langan tíma til þess að skora sitt fyrsta mark.

„Það er alltaf ánægjulegt að byrja vel. Það er alltaf gott að skora eftir tvær mínútur þegar þú ert sóknarmaður. Það gefur manni sjálfstraust."

Linus kom til landsins í upphafi þessa mánaðar og segir hann að það hafi hjálpað til við undirbúninginn fyrir leikinn í kvöld.

„Ég gat ekki spilað fyrr en í þessum leik svo ég eyddi tímanum í að kynnast strákunum í liðinu."

Linus hafði heyrt góða hluti um Ísland og ákvað því að slá til þegar kallið kom frá Fjölni.

„Ég hafði heyrt góða hluti um Ísland. Heyrði að deildin væri að verða betri og betri og ég á vini sem hafa spilað hér og þeir tala allir vel um deildina. Svo er það sjálfsögðu ævintýrið að koma og spila í öðru landi."

Linus hefur spilað í næst efstu deildum í Svíþjóð og Danmörku og segir hann að Pepsi-deildin sé í svipuðum styrkleikaflokki og þessar deildir.

„Það er erfitt bera deildirnar saman. Það er meira fram og aftur hér en ég held að gæðin eru svipuð í næst efstu deild í Svíþjóð og Danmörku."

Svíinn var ánægður með sinn leik í kvöld en hefði viljað setja annað mark í leiknum.

„Ég er mjög ánægður en ég hefði getað skorað annað mark en við unnum 4-0 á móti toppliði svo ég er mjög ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner