Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. október 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Emil og félagar mæta AC Milan
Emil mætir AC Milan
Emil mætir AC Milan
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin og félagar í Cesena mæta Palermo
Hörður Björgvin og félagar í Cesena mæta Palermo
Mynd: Getty Images
Ítalski boltinn fer að rúlla um helgina og gætu tveir Íslendingar fengið að spreyta sig að þessu sinni en bæði Hellas Verona og Cesena fá erfiða leiki.

Rómverjar fá Chievo í heimsókn klukkan 16:00 á morgun áður en Sassuolo og ítölsku meistararnir í Juventus mætast.

Á sunnudeginum gætu tveir Íslendingar verið í eldlínunni. Emil Hallfreðsson verður að öllum líkindum í byrjunarliði Hellas Verona sem fær AC Milan í heimsókn en hann er lykilamaður í liði Verona.

Hörður Björgvin Magnússon er þá að öllum líkindum í byrjunarliði Cesena sem mætir Palermo á útivelli en hann átti magnaðan leik gegn Udinese eða frumraun hans í Seríu A.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:
16:00 AS Roma - Chievo
18:45 Sassuolo - Juventus

Sunnudagur:
13:00 Atalanta - Parma
13:00 Cagliari - Sampdoria
13:00 Hellas Verona - AC Milan
13:00 Palermo - AC Cesena
13:00 Torino - Udinese
18:45 Internazionale - Napoli

Mánudagur:
18:45 Genoa - Empoli
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner