Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. október 2014 10:30
Magnús Már Einarsson
Sandor Matus ætlar að spila áfram í Pepsi-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandor Matus, markvörður Þórs, stefnir á að fara frá félaginu og leika áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Ungverjinn kom til Þórs fyrir ári síðan eftir að hafa leikið með KA frá árinu 2004. Sandor var einn af betri leikmönnum Þórs í sumar og einn af fáum ljósum punktum hjá liðinu þegar það féll niður í 1. deild.

,,Þó ég sé orðinn 38 ára þá hef ég ennþá áhuga á að spila í Pepsi-deildinni," sagði Sandor við Fótbolta.net í gær.

,,Ég hef kost á að segja upp samningi mínum við Þór til 31. október og ég bíð eftir að heyra í áhugasömum félögum. Ég er í fríi í Ungveralandi í augnablikinu en ég er með símann opin og er tilbúinn að ræða við félög í Pepsi-deildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner