Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. október 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn um helgina - Meistararnir mæta Espanyol
Það er ekkert ólíklegt að Cristiano Ronaldo skori þrennu um helgina
Það er ekkert ólíklegt að Cristiano Ronaldo skori þrennu um helgina
Mynd: Getty Images
Spænski boltinn fer á fullt aftur eftir gott landsleikjahlé en stærsti leikur umferðarinnar að þessu sinni er leikur Atletico Madrid og Espanyol þó svo leikur Deportivo La Coruna og Valencia verður einnig afar öflugur.

Þetta byrjar í kvöld er Granada og Rayo Vallecano mætast í fínum föstudagsleik. Veislan byrjar svo á morgun er Levante fær stórstjörnulið Real Madrid í heimsókn. Heldur Cristiano Ronald uppteknum hætti og hendir í þrennu?

Athletic Bilbao fær Celta Vigo í heimsókn klukkan 16:00 áður en Barcelona fær Eibar í heimsókn en sá leikur ætti að vera formsatriði fyrir heimamenn. Cordoba fær Malaga í heimsókn svo í lokaleik laugardagsins.

Atletico Madrid fær Espanyol í heimsókn eldnsemma á sunnudaginn en óhætt er að segja að það sé einn stærsti leikur helgarinnar. Deportivo La Coruna og Valencia mætast síðan í hörkuslag tveggja fyrrverandi stórvelda klukkan 15:00 áður en Elche fær Sevilla í heimsókn.

Villarreal mætir svo Almeria á sunnudagskvöldið en það er lokaleikur dagsins. Það er svo veisla á mánudaginn er Alfreð Finnbogason og vinir í Real Sociedad fá Getafe í heimsókn.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
19:00 Granada - Rayo Vallecano

Laugardagur:
14:00 Levante - Real Madrid
16:00 Athletic Bilbao - Celta Vigo
18:00 Barcelona - Eibar
20:00 Cordoba - Malaga

Sunnudagur:
10:00 Atletico Madrid - Espanyol
15:00 Deportivo La Coruna - Valencia
17:00 Elche - Sevilla
19:00 Villarreal - Almeria

Mánudagur:
19:00 Real Sociedad - Getafe
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner