Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 17. október 2014 16:23
Magnús Már Einarsson
Þórsarar taka líklega á sig launalækkun eftir fallið
Það eru fjárhagsörðugleikar hjá Þórsurum.
Það eru fjárhagsörðugleikar hjá Þórsurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Þórs munu að öllum líkindum taka á sig launalækkun eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni. Leikmenn funduðu í gær með Aðalsteini Pálssyni formanni knattspyrnudeildar þar sem málin væru rædd.

,,Við hittumst og ræddum hvort menn myndu ekki sýna samstöðu og taka skellinn með liðinu," sagði Sveinn Elías Jónsson fyrirliði Þórs

,,Ég held að það sé eðlileg þróun að menn fái ekki jafnmikið fyrir að spila í 1. deild og í efstu deild. Það er ekkert sem liggur fyrir í þessu en það er verið að skoða þetta og athuga hvort menn ætli ekki að standa saman í þessu."

,,Ég held að þetta sé ekkert bundið við Þór. Þau lið sem fara niður eru ekki að fá sömu tekjur og í efstu deild."


Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net eiga leikmenn Þórs ennþá inni ógreidd laun frá því í sumar. Samkvæmt heimildum að norðan munu leikmennirnir þó fá þau laun greidd á næstu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner