Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 18. mars 2017 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Bournemouth og Swansea: Gylfi á sínum stað
Gylfi Þór er í byrjunarliði Swansea.
Gylfi Þór er í byrjunarliði Swansea.
Mynd: Getty Images
Lokaleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni hefst kl. 17:30. Þá mæta Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans Í Swansea, liði Bournemouth, en leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Bour­nemouth er mð 30 stig í 14. sæti deild­ar­inn­ar og er rétt fyrir ofan fallpakkann. Sw­an­sea er í 17. sætinu með 27 stig, þrem­ur stig­um fyr­ir ofan fallsæti.

Hjá Bournemouth er Tyrone Mings enn í banni eftir viðskipti sín við Zlatan Ibrahimovic á dögunum. Jack Wilshere er á bekknum, en Joshua King, sem hefur verið frábær að undanförnu, byrjar.

Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsgöðu í byrjunarliði Swansea. Hann hefur verið þeirra besti maður, en þar kemur næst Fernando Llorente sem er kominn inn í byrjunarliðið eftir að jafnað sig á meiðslum.

Byrjunarlið Bournemouth: Bourc, Francis, Smith, Cook, Daniels, Fraser, Surman, Gosling, Pugh, King, Afobe.
(Varamenn: Allsop, Smith, Cargill, Cook, Wilshere, Ibe, Gradel)

Byrjunarlið Swansea: Fabianski, Ayew, Ki, Mawson, Fer, Llorente, Gylfi Þór, Cork, Fernandez, Kingsley, Carroll.
(Varamenn: Nordfeldt, Roberts, Amat, Britton, Routledge, Narsingh, Borja)





Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner