Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 18. maí 2015 18:58
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Fiorentina með annan fótinn í Evrópudeildinni
Mohamed Salah hefur verið öflugur í liði Fiorentina á tímabilinu. Salah, sem er á láni frá Chelsea, er búinn að gera 6 mörk í 15 deildarleikjum.
Mohamed Salah hefur verið öflugur í liði Fiorentina á tímabilinu. Salah, sem er á láni frá Chelsea, er búinn að gera 6 mörk í 15 deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Fiorentina 3 - 0 Parma
1-0 Gonzalo Rodriguez ('13)
2-0 Alberto Gilardino ('30)
3-0 Mohamed Salah ('56)

Fiorentina lenti ekki í erfiðleikum með botnlið Parma er liðin mættust á Artemio Franchi leikvanginum í Flórens.

Gonzalo Rodriguez kom heimamönnum yfir snemma í leiknum þegar hann fylgdi skoti eftir með skalla af stuttu færi.

Alberto Gilardino tvöfaldaði forystuna með öðru skallamarki. Í þetta skiptið kom skallinn eftir hornspyrnu frá Matias Fernandez.

Bæði lið fengu fín færi en Mohamed Salah innsiglaði sigur heimamanna snemma í síðari hálfleik eftir magnaða sendingu frá Manuel Pasqual.

Fiorentina er í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan Genoa og fjórum á undan Sampdoria, sem gefur þátttökurétt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og er tveimur stigum frá Napoli sem á leik gegn Cesena í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner